Allar fjórgengisvélar sem eru OHC (yfirliggjandi knastás) eru með annað hvort tímareim eða þá tímakeðju til að snúa knastásnum.
Skiptir þá engu máli hvort það sé dísel eða bensínvél.
Margar gamlar bílvélar eru hinsvegar ekki með knastásinn yfirliggjandi, heldur er hann neðar á vélinni (c.a við hliðina á sveifarásnum) og eru þá notaðar “pushrods” til að opna og loka ventlunum.
Svona smá fróðleiksmoli … vona að þetta sé rétt hjá mér!