það er alveg lágmark að taka allan hluta reglugerðarinnar þar sem hveðið er á um þessi ljós
“(5) Dagljós.
Skilgreining: Dagljós koma í stað aðalljósa þegar hvorki er skuggsýnt né skyggni lélegt. Sem ljósker fyrir dagljós má nota lágljósker, ljósker fyrir lágljós með lækkaðri spennu, þokuljósker eða sérstök dagljósker með viðurkenningarnúmeri.
Litur: Skal vera hvítur eða gulur.
Staðsetning: Ljósker skulu vera framan á ökutæki og vísa fram. Hæð skal vera á milli 250 mm og 1500 mm. Fjarlægð ljóskera frá ystu brún má mest vera 400 mm og a.m.k. 600 mm skulu vera á milli þeirra. Ákvæði um fjarlægð frá ystu brún þurfa ekki að vera uppfyllt ef framvísandi stöðuljósker eru samtengd dagljóskerum.
Ljósstyrkur: Sérstakt viðurkennt dagljósker skal hafa ljósstyrk á milli 400 cd og 1200 cd við ljóskerið. Spenna á lágljóskerum fyrir lækkaða spennu skal vera a.m.k. 11 V við fulla hleðsluspennu 12 V kerfis en samsvarandi 22 V fyrir 24 V kerfi.
Tenging: Ljós má kvikna sjálfkrafa af völdum lykilrofa, hreyfils sem gangsettur hefur verið (hleðsla, smurþrýstingur), hreyfingu ökutækis eða gírskiptingu.
Ljóskerin skulu tengd afturvísandi stöðuljóskerum en mega einnig vera tengd framvísandi stöðuljóskerum.
Ljósker fyrir dagljós skulu þannig tengd að þau slokkni sjálfkrafa þegar kveikt er á aðalljósum.
Stærð: Lýsandi flötur ljóskers skal vera a.m.k. 40 cm2.”
Þannig er það svo hjá mér að þegar ég sný takkanum til að kveikja ljósin þá slokknar á kösturunum.
Þannig að samkvæmt þessu þá er allt í goody hjá mér.
kv.
sokri