Ég er búinn að fatta hvað vantar!
Hafið þið tekið eftir því að allir litlir coupe bílar, eða hreinlega allir coupe bílar yfirleitt, eru orðnir svona niche-model. Æpandi útlitshönnun (hvort sem hún er góð, t.d. Puma, eða slæm, t.d. Tigra) virðist þurfa til að kalla á næga athygli.
Ég er búinn að vera að skoða litlar coupe útgáfur af ítölskum bílum frá 7. og 8. áratugnum og það er svo mikið af glæsilega einföldum og látlausum bílum í þeim hópi. Léttir, einfaldir og örugglega hóflega verðlagðir bílar og hugsanlega með aftursæti sem aðrir en dvergar geta notað.
Ég veit nú ekki hvort að við fáum að sjá kúpubaka sem gera hlutina betur fyrir minni pening en t.d. Puma og Fiat Coupe Turbo en mikið er hugmyndin skemmtileg við bíla eins og Fiat 850 Coupé og Lancia Fulvia 1.6 HF. Einhvernvegin hrópa þeir á mann “gaman” en ekki “tískuyfirlýsing”.
Honda Integra Type R er pínu í þessa átt en samt ekki alveg það sem ég á við, hún er of mikill racer.
Þetta væri efni í grein að skoða þróun lítilla coupe bíla eða bara gamla ítalska svona bíla. Eða kannski bestu litlu coupe bílarnir? Óskandi að þessi markaður tæki við sér aftur og Íslendingar myndu taka eftir því.<br><br>Viltu lesa meira af <a href="http://thisgeeksworld.blogspot.com“target=”blank">nöldrinu</a> mínu?