ég er að reyna að finna þetta, en málið er að bílar sem eru nýskráðir núna eru ekki skráðir nein árgerð. Einhverja hluta vegna eru bílar yngri en 1998 ekki skráð nein árgerð heldur nýskráningardegi, sem ég get því miður ekki notað sem leitarforsendur. Ég get leitað undir tegund, árgerð og svo númeri. Svo er það svo ótrúlega klúðurslegt að sumir M5-Bimmar eru skráðir “BMW M5”, sumir “BMW M-línan” og enn aðrir “BMW M” svo ég gefst upp :(
En ég skil ekki afhverju það er hætt að hafa bíla árgerðir eitthvað. Ég get t.d sé hvað það eru margir Peugeot 405 árgerð 1989 eða margar rauðar Corollur árgerð 1995 en það er búið að eyðileggja það, sem byði uppá marga möguleika við leit á nýjum bílum.