Jaguar fær Colin Chapman tækniverðlaunin frá Mal3 í þetta skiptið. Næsta gerð Jaguar XJ verður 200kg léttari en sú eldri en engu að síður stærri og rúmbetri. Þetta næst með því að smíða bílinn úr áli (halló Audi, þeir verða VÍST léttari svona!) og jafnvel stór stykki úr magnesíum!

Fyrir vikið verður Jaguar XJ verulega miklu léttari en keppinautarnir og þar með sparneytnari ásamt ýmsum kostum tengdum afli og aksturseiginleikum og -þægindum.

Jaguar virðist ætla að sækja aftur á sinn rétta stað að smíða tæknilega þróaða bíla með klassískum enskum sjarma. Þess má geta að ég held að aflmesti XJR með vel yfir 400 hesta mun þá verða álíka þungur og BMW M5 og líklega ekki nema litlu dýrari.

BMW fær aukaverðlaun fyrir það að gera BMW Z4 3.0 þónokkuð léttari en Z3 3.0!

Á meðan leitar Benz að leiktækjum í bílana sína…<br><br>Viltu lesa meira af <a href="http://thisgeeksworld.blogspot.com“target=”blank">nöldrinu</a> mínu?