Fór fyrir rælni að leita að notuðum bílum á netinu og fann það sem virtist vera næs ‘92 MX-5 ásett 890þ. Alltof mikið en það er nú hægt að prútta svona… En það var ekkert sem fékk mig til að hugleiða sölu á líffærum. Það gerðist þegar ég fann gulan (því miður) MR2 til sölu hjá Toyota notuðum. ’00 árgerð með ásett 1960þ. og á tilboði 1690þ.!
Ég reiknaði verðfallið og það er um 28þ. á mánuði eða rúmlega 58 krónur á kílómetra. M.v. að nýr bíll kostar tæpar 2.8 millur get ég alveg lifað við að hafa bílinn gulann fyrir 1.1 millu af útaf 2 árum og 19þ. km!
Veit ekki hvað ég gæti gert betra við 1.7 millur… Og ekki minnast á íbúðakaup! ;)<br><br>Viltu lesa meira af <a href="http://thisgeeksworld.blogspot.com“target=”blank">nöldrinu</a> mínu?