Ég á 1983 900 GLE þetta er 8 ventla vélin 118 hö, sjálfskiptur. Engin raketta, en kemst á milli staða.
Svartur 9000 CD Turbo, ertu nokkuð á Selfossi? Ég var nefninlega að prófa einn slíkan þar, '91 módel, helvíti flottur, bara of dýr fyrir mig.
17 l/100km, hvaða árgerð er þetta? Með 2,3 lítra vélinni? Þetta hljómar allt of mikið, nema þú sért með algjöran blýfót (=fáir reglulega sektir fyrir hraðakstur). Ég fer með minn einusinni á ári í stillingu hjá Hrafnkeli. Að vísu neyðist ég til þess þar sem ég fæ aldrei skoðun á hann út af útblástursmælingunni nema láta stilla hann fyrst. Það hjálpar líka til við að halda eyðslunni niðri.
Ryðið nær þeim alltaf á endanum. Þessar vélar endast og endast en boddíið gefur sig (allavegana hérna í Reykjavík). 175 hö segirðu, er þetta þá 16 ventla vél í honum? Þá meina ég 900 bílinn. Ekki allt of margir 16 ventla túrbó bílar til á landinu, hvað vill félagi þinn fá fyrir hann?<br><br>——————————-
A life lived…is nearly over.