Hvað er það við aðreinar sem skelfir sumt fólk svo mikið. Meginreglan er að gefa í á aðreininni og ná hraða, gefa stefnuljós og smeygja sér svo inní umferðina. Flestir hafa lent í því að vera á eftir bíl sem stoppar á byrjun aðreinarinnar og bíður svo eftir að öll umferðin fari hjá, eða hafa svo séð bíla stopp á enda aðreinarinnar og reyna að komast inná. Einnig er pirrandi þegar maður hægir á sér þegar maður er t.d að keyra upp Miklubrautina og ætlar að hleypa bíl inná af aðrein og hann fer ekki inná götuna, jafnvel þó maður blikki á þá, og svo endar viðkomandi á því að þurfa að stoppa þegar aðreinin er á enda. Ég lít yfirleitt eldsnöggt á þá bíla sem eru stopp á eða við aðreinar og oft eru þetta konur (ekkert kvenhatur hér) 50-70 ára á nýlegum jepplingum eða nýlegum smábílum. Oft líka gamlir kallar. Og svo aðrir hópar
Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta er að snemma í morgun var ég að koma úr Kringlunni og er á leið að aðrein inná Miklubraut og er að fara í Árbæinn, þetta er löng aðrein. Ég var eitthvað utan við mig, þreyttur og veikur með höfuðverk. Á undan mér er Suzuki Gran Vitara og í þann mund þegar ég er að koma inná aðreinina og lít í blinda punktinn snögg hemlar Suzukinn og ég aftan á. Semsagt stoppar Suzukinn á aðreininni þegar hún er nýbyrjuð. Ég gat lítið stoppað svo þetta var frekar hörð ákeyrsla og minn ágæti Ford Focus er talsvert skemmdur.
Ég fer út og útúr jeppanum kemur kvenmaður um fimmtugt. Hún byrjar samskipti okkar með því að öskra á mig hvort ég sé fífl og kunni ekki að nota bremsunar. Skiljanlega var konunni brugðið en þetta voru full hörð viðbrögð. Það þýddi lítið að ræða við kvensuna svo ég hringdi á lögguna sem gerði þetta mál upp. Ég, líklegast í 100% órétti var ekki með ökuskirteinið og er geðveikt fúll.
Þetta voru vissulega mín mistök að auka hraðan og líta af veginum áður en ég sá hvað kvensan ætlaði að gera en hefði hún gert það sem á að gera hefði þetta ekki gerst. Einnig er ég pirraður á viðbrögðum kvensunar að öskra á mig. …….. og já, ég hef haft bílpróf síðan 1996 og þetta er minn fyrsti árekstur. Konan meiddist ekkert en mér er illt í hálsinum.