Erfið spurning…
Til að byrja með hef ég keyrt ALLT OF fáa bíla og sum eintök af mögulega frábærum bílum hafa verið í slæmu ástandi. Einnig hef ég keyrt bíla sem voru góðir en ég fékk ekki að kynnast nógu vel til að geta dæmt svo réttlátt sé.
Ef ég gerist eins harður og ég get eru bestu bílar sem ég hef keyrt Mazda MX-5 Miata '94, BMW M5 E34 3.6, Ford Focus, Ford Puma 1.4 og Subaru Impreza GT.
Svo er spurning hvernig skal vinsa þann besta úr en þetta eru allt bílar sem eru með því besta á sínu sviði og jafnframt gjörólíkir.
M5 sýnir hve frábært sporttæki stærri bílar geta orðið og sárt að fella hann út, en ég verð að velja þann bíl sem hitti mest í mark hjá mér persónulega. Impreza er á endanum ekki jafngóður og M5 þótt hann sé í flesta staði frábær, ógnvænleg geta á góðu verði en gerir hraðakstur fíkn sem er of auðvelt að seðja. Furd Puma 1.4 vantar vél og fellur út fyrir það eitt, þarf ekki að skoða málið meira. Ford Focus er kannski besti bíll í heimi og ekkert með það, en í þessum félagsskap hljómar hann ekki svo spennandi.
Eftir er MX-5. Hagkvæmur og traustur, á hóflegu verði. Frábærlega næmir og aðgengilegir aksturseiginleikar í bíl sem leitast við að hjálpa manni og skemmta en ekki refsa og hræða. Klassískt útlit og afl sem rétt passar til að gera hlutina skemmtilega án þess að maður þurfi að leggja prófið undir. Hvern einasta dag sem ég ók hann dró hann fram bros. Líka á kafi í snjó á ljósum í umferðarteppu. Hvað vill maður meira?<br><br>Viltu lesa meira af <a href="
http://thisgeeksworld.blogspot.com“target=”blank">nöldrinu</a> mínu?