Morgunblaðið | 7.10.2002 | 22:07

“Ók á móti umferð niður Ártúnsbrekku



Hálfníræður ökumaður var stöðvaður á bíl sínum í umferðinni í Reykjavík í dag eftir mikla hættu sem skapaðist af aksturslagi hans í borginni. Að sögn lögreglunnar var maðurinn illa áttaður og ók á móti umferð niður Ártúnsbrekku. Þá hugðist hann taka U-beygju við Grensásveg og aka til baka á móti umferð.
Ekki hlaust óhapp af aksturslaginu en tilkynningum rigndi inn til lögreglunnar um ferð bílsins. Maðurinn var tekinn í viðtal á lögreglustöð og mun fulltrúi lögreglustjóra taka ákvörðun um framhald málsins, en maðurinn heldur ökuskírteini sínu. Lögreglan segir mál af þessu tagi viðkvæm en engu að síður vandamál í umferðinni.”


Svipta manninn á staðnum! Ef þetta hefði verið einhver á táningsaldri þá hefði þetta verið glæfraakstur og fleira og viðkomandi sviptur á staðnum.
Daðmundur hinn spaki