Ég ætla að reyna að koma hérna af stað einhverri umræðu og byrja því á að segja frá sjálfur.
Versta drasl sem ég hef keyrt um götur borgarinnar er án vafa ´88 módel af Hræhatsú. Var þetta brak í eigu félaga míns. Bifreiðin var biluð á alla mögulega og ómögulega vegu með 800cc mótor að mig minnir og þar að auki með bilaða sjálfskiptingu sem tók alltaf af stað í öðrum gír. Ekki spillti svo fyrir að vera 45 sek. í 80 km hraða og drepa á mótornum á öllum ljósum.
Stærsti plúsinn var þó trúlega útlit bílsins, haugryðgaður og beyglaður.
Versta nýja bifreið sem ég hef reynsluekið er svo án vafa 2001 módelið af Celicu. Fyrir utan það að mér finnst bíllinn afspyrnuljótur þá er hann jafnvel enn máttlausari en Hyundai coupe FX og rúmar ekki fólk sem er hærra en 160 cm á hæð.
Daðmundur hinn spaki