Var ekki bara bensínmælirinn bilaður? Ekkert annað held ég…..
Mér finnst þetta mjög sanngjarnt verð á bimmanum.
Ég var að skoða bíl um daginn sem er 1978 módel og hann var á 1.6 millur (Benz) og þótti bara nokkuð sanngjarnt? Aldurinn skiptir engu máli, heldur bíllinn.
Það má bæta því við að 1987 módelið af 528 bílnum er síðasta framleiðsluár bílsins og yfirleitt talinn bestur. Það fæst heldur ekki betri eigendasaga og skráning á viðhaldi bíls en á þessum tiltekna 528 bíl. Allt skráð frá upphafi og þjónustaður hjá sama aðila alla tíð!
Mér finnst ekkert að því að menn setji út á verð á hinu og þessu, en mér finnst það mikil einfeldni að skjóta bíl í kaf bara vegna þess að hann er gamall. Þvert á móti þá halda gamlir bílar verðgildi sínu prýðilega ef þeim er haldið í standi. það er ekki dýrara að gera við þá en nýja bíla heldur.
1987 módelið af Porsche 911 myndi til dæmis kosta um 2.5-3 milljónir hingað kominn! Það er ekki af því að hann var svo rosalega dýr í upphafi, heldur vegna þess að þetta er einn af síðustu “alvöru” Porsche bílunum með loftkælda vél og alles…
1987 módelið af BMW sem ég myndi kalla í mjög góðu standi (þarf að laga smá bólur á lakkinu sem er upprunalegt og bensínmælirinn bilaður, sambandsleysi í öðru þokuljósinu) með reikninga fyrir hátt í 600 þúsund því það er búið að taka nánast allt í gegn síðustu tvö ár, ég myndi ekki kalla það ósanngjarnt, á sínum tíma kostaði þessi bíll helming af verði Porsche 911, samt fengist jafn mikið ekinn Porsche á ekki á minna en fimmfalt hærra verði!
Alveg eins og þú fengir ekki meira en 50 þúsund fyrir 1987 árgerð af Corollu!
Á einni bílasölu bæjarins stendur 1981 módelið af Celicu á 490 þúsund… mér finnst ekkert að því verði… virðist ekki ósanngjarnt allavega, verst að sá sem tók bílinn í gegn splæsti ekki á almennilegt áklæði á sætin..