Ég er nýbúinn að losa mig við ´95 árgerðina af 460 2.0 sjálfskiptum. Hann var kominn í 93000 km en ég keypti hann í 76000 km. Það var allt að fara að gefa sig fór einhver plata milli vélar og skiptingar, rafmagn í rúðum virkaði illa, útvarpið var haldið illum anda og enginn gat fundið neitt út úr því. Svo er þetta sko enginn sparibaukur, var að eyða 12 á hundraðið hjá mér bæði innan og utanbæjar. Það er nú sennilega töluvert betri eyðsla á beinskiptu bílunum.
Eitt má þessi bíll þó eiga, hann drífur allt! Þvílíkur fjallabíll komst allt í snjó og grófum malar- og drulluslóðum.
(ég tel mig þó hafa farið frekar vel með hann enda hefur mér þótt vænt um alla bíla í minni eigu)