Jæja, það hlaut að koma að því.
Fór með bílinn í “lögbundna skoðun” í dag … auðvitað allt í tip-top formi fyrir utan það að ég er með filmur í fremri hliðarrúðum og smá rönd í framrúðu.
Okei, ég átti svosem von á þessu en bjóst nú ekki við að þeir myndu setja út á röndina sem ég er með efst í framrúðunni … hún nær í mesta lagi 10 cm niður á rúðuna.
Núna er ég semsagt með sjálflýsandi-eitur-neon-vibba-græna miða á bílnum sem ég verð að losna við …
… það hafa eflaust fleiri lent í þessu, hvernig er best að *snökt* taka þetta af rúðunum *snökt* ? :-(
Svo talaði ég aðeins við kallinn, spurði hann hvort að þetta væri það eina sem var að. „Tja, mér finnst nú gormarnir ansi slappir, en ég ákvað nú að setja ekki athugasemd við það.˝
Mér finnst nú skrítið að gormarnir væru slappir í bíl sem er ekinn 50þús km …. enda ekki að finna í akstri að nokkuð sé að. Þannig að ég sagði honum að það væri búið að skipta um gorma, setja svona lækkunar-gorma undir hann, en hann gaf nú lítið fyrir það.
Hvernig er það, er bara búist við því á skoðunarstöðvunum að allir séu á orginal bíl sem ekkert er búið að gera við?
Hvernig er annars reynsla annara hérna sem hafa farið með bíl í skoðun, þá meina ég bíl sem eitthvað er búið að eiga við á þennan hátt?
Ég er allavega frekar sár …. en bjóst samt við þessu þannig að ekki segja bara “Þér var nær að vera með filmur blablabla”