Ég bara skil ekki hvernig ég náði beygjunni á þessum hraða. Ég sá fyrir mér að ég myndi hendast niður snarbratta hlíðina!
Eftir þetta hægði ég auðvitað á mér og en vissi að bremsurnar voru eitthvað skrýtnar.
Þegar ég var kominn inn á Skötufjörð í ísafjarðardjúpi lenti ég í bílalest vegna þess að þarna voru vegaframkvæmdir. Ég hafði náttúrulega enga þolimæði í að hanga þarna og tók framúr lestinni, ég var kominn á skrið aftur og hélt að ég vaæri kominn fram hjá skemmdunum í veginum. En þegar ég kom yfir blindæð þá var þar mikill kantur á veginum og frekar stórir steinar þar fyrir neðan. Ég þurfti aftur að negla á bremsuna en þá varð bremsan aftur alveg stíf, og sama hvað ég steig fast á hana það gerðist ekkert. Ég var á 60-70km/h þarna en það var nóg til þess að ég tók flugið þarna og lenti í grjótinu með látum, bíllinn rakst harkalega uppundir og stuðarinn eða svuntan undir honum að framan fór líka niður og henti stóru grjóti upp á húddið. Hlífðarfrindir undir bílnum rifnaði hálf af og helmingurinn af henni dingglaði laus undir. Eftir þetta var ég alveg hættur að þora keyra hann. Ég þurfti að keyra á 110-120 alveg frá Skötufirði til Ísafjarðar. En ég komst heim á bílnum á 4tímum.
Bíllinn er kominn á verkstæði og þeir voru að yfirfara bremsurnar og finna ekkert!
Gaurinn sem er með umboðið fyrir leiguna sagði að þetta hefði komið fyrir hjá öðrum manni, en þeir á verkstæðinu segja ekkert vera að bremsunum!!
Ég var að spá hvort einhver af ykkur hugurunum, þið sem eigið imprezur hafið lent í þessu??
Accent ‘95 - Micra 2,0GTi ’96