Þessi rafmagns túrbína á ebay er eitthvað svindl, þú fengir ekki einusinni miðstöðvar viftu fyrir 27 dollara, hvað þá túrbínu. Ég las einhversstaðar (ég man ekki hvar og nenni ekki að leita að því) að rafmagns supercharger/túrbínur séu til, en þær þurfi alveg óhemju mikið af rafmagni til að vinna þannig að þú þurfir risastóran alternator til að keyra þær. Auk þess skiptir loftflæðið sem túrbínan getur skilað ekki öllu máli, ef þú ert með einhverja risa túrbínu sem á að geta blásið einhverjum ósköpum af lofti þá nærðu henni aldrei upp á alminnilegan snúning og hún skilar engu. Ef við förum í hinar öfgarnar þá væri túrbínan enga stund að ná fullum snúning og þú bíllinn yrði fínn á lágum og miðlungs snúning, en mundi missa afl á hærri snúning. Það að setja túrbínu á vél er töluvert meira en að segja það. Maður skrúfar hana ekkert bara á pústið og tengir svo loft inntakið við og allt er í fínu lagi. Við hérna á Íslandi erum reyndar heppin því við fáum mjög gott bensín þannig að véla bank er ekki jafn stórt vandamál og í USA, en engu að síður mundi ég halda að milli kælir væri algjör nauðsin, auk þess sem gera þyfti breytingar á eldsneytis kerfinu svo blandan verði ekki of veik þegar túrbínan er farin að blása. Ef þú ert alvarlega að spekulera í að setja túrbínu á bílinn þá mundi ég gera ráð fyrir kostnaði ekki undir 100.000kr. En ef þú mundir gera það og fá allt til að virka þá ertu líka kominn með helvíti mikið kraftmeiri bíl:) Þessi vifta á ebay er bara ekki rétta lausnin.