Ertu að velta fyrir þér kvartmílu eða nokkra metra á milli ljósa? Fjórhjóladrifið hjálpar prezunni mikið í upptakinu.
Besti tími vel bættrar Turbo Prezu hér á landi er háar tólf (vægt sagt mjög góður tími), ég hef ekki heyrt mikið betri tíma hjá þeim í USA þrátt fyrir að hann sé örugglega til (ég hef reyndar ekkert verið að leita af þeim, ekki mitt áhugamál).
Bestu tímar hjá bílum með 350 og LT1 eða LS1 eru samt MIKLU betri (ekkert að dissa turbo prezurnar, ótrúlegir bílar). Það var LS1 bíll í Chevy high performance, án forþjöppu en með nítró (forþjappa fátæka mannsins) sem var að fara kvartmíluna á rúmmum 8 (bílablaðamennirnir voru reyndar mjög undrandi en bíllinn hefur verið að fara þetta í mörgum keppnum).
Það er auðveldara að taka af stað með fjórhjóladrifi en einungis afturdrifi, það byrjar ekki að hamla fyrr en þú ert kominn á hraða.
Kvartmílutímar eru úr mörgum bílablöðum (Road & track, Motor Trend, Hot Rod, Car Craft og eflaust fleirum) fyrir OEM bíla en ég hef séð tölur frá (mjög) háum 12 (besti tími, hef ekki séð það bakkað upp) fyrir LS1 bíla til lágra 14 (versti tími) fyrir LT1. Versti tími sem ég sá var háir 14 á nýlegum camaro en þeir tímar voru í Mustang blaði svo ég myndi nú ekki taka of mikið mark á þeim :D
LS1 er vanalega á lágum til meðal 13 uppí háa 13 en LT1 hefur verið á háum 13 til lágra (tekið á kvartmílubraut (með track bite).
Kvartmílubrautir í USA er miklu betri en hérna, en mér hefur sínst að það muni oft uppundir 1 sekúndu á tímum þar og hér.
Það er örugglega mjög erfitt að ná sömu tímum á götunni og á alvöru braut.
Kveðja,
JHG