Það er reyndar satt, það er ekki hægt að sanna það. En vertu bara nógu erfiður við þá ef þeir stoppa þig. Ég er með bíl sem er með 2 settum af aðalljósum. Ég var stoppaður um leið og ég kom með bílinn í bæinn, á Ísafirði þar sem löggan er ofvirk. Ég bara sagði við þá að þetta er bara svona original á bílnum og hann rennur í gegnum skoðun svona, þannig þeir geta ekki sektað mig fyrir þetta. Ég fór meira að segja á löggustöðina og lét þá prenta út reglur um ljósabúnaðinn. Ég fann þetta um aðalljósin og þetta er alveg löglegt, ég lét plasta reglugerðina inn og er með hana í bílnum og bara rétti þeim þetta!:)
Ef þeir stoppa þig fyrir dökk afturljós og þeir segja að þau séu of dökk þá spyrðu þá bara hvort það eigi ekki bara ákveðið ljósmagn að koma frá þeim, þeir segja já, þá bara segirðu: gjöriði svo vel, mælið það, en þeir geta það ekki.( ég hef lent í þessu, þekki þetta). Ef þeir vilja fá þig upp í skoðun þá bara neitarðu, þú ferð ekki að eyða bensíni fyrir þá til að keyra þangað. Bara segir þeim að mæla þetta á staðnum. En ég veit að þeir geta það ekki þannig þú bara segir þeim þetta, þeir geta þetta ekki!
Accent ‘95 - Micra 2,0GTi ’96