Afsakaðu, en ef Auto Motor und Sport heldur því fram að AMG SL55 sé hraðari en Lambo Murcielago og bera fram mælingar til að sanna það, ætla ég að segja á móti að það sé ekkert marktækt sem það blað setur fram.
M-B SL55 AMG: 470 BHP, 516 Lb ft, 1955 kg
Lambo Murcielago: 570 BHP, 479 Lb ft, 1650 kg
Þarna munar ekki nema rúmum 100 BHP per tonn. Svona álíka og vel volgur evrópskur smábíll hefur.
Ég er ekkert hissa að hinn ágæti SL55 hafi stungið Porsche 911 Carrera af. Ef það var Turbo eða GT2 fer ég samt að vilja sjá tölur. Aston Martin DB7 Vantage/Vanquish eða Ferrari Maranello er svo sem ekkert sjokk, ég hefði haldið að þessir bílar væru mjög líkir í hröðun. En á móti Lambo 'Lago? Kíkið á tölurnar og spyrjið ykkur hvernig þetta á að geta staðist.
Þess ber að geta að nú nýlega er búið að breyta SL55 AMG og er upgefinn kraftur nú 500 BHP. Samt vantar hann 70 hp á móti bíl sem er yfir 300 kg léttari. Ég býst þá við að nýjasti töfrabúnaðurinn í Benz sé búnaður sem sveigir eðlisfræðilögmál. M.v. nýjustu BMW og Benz kemur það mér ekki mjög á óvart.
Herr Scotty, mehr Energie!
Annar möguleiki er að ALPINA hafi misskilið greinina eða hreinlega að það kippi í kynið hjá þýskum bílaskríbentum.
P.S. Benzinn er sjálfskiptur.<br><br>Viltu lesa meira af <a href="
http://thisgeeksworld.blogspot.com“target=”blank">nöldrinu</a> mínu?