BMW?
Ég hef mikið verið að spá í að fá mér BMW. Það sem kemur til greina er 523 1996 árgerð eða 730 1995 árgerð. Ég hef heyrt miðurskemmtilegar sögur af rekstrarkostnaði á svona bílum en ég veit ekki alveg hverju maður á að trúa því þeir sem hafa sagt manni þetta þekkja þetta ekki af eigin reynslu. Ég var því að spá hvort væri einhver hér sem þekkti þetta vel sem gæti t.d sagt mér hver meðaleyðslan á þessum tveimur bílum sé og hvort muni miklu á viðgerðarkostnaði á 500 og 700 bílum. Það væri líka ágætt að fá comment um hvort sé yfir höfuð eitthvað vit í að kaupa sér svona bíl.