Mig langar að fá að vita aðeins hjá ykkur sem hafið mikið vit á þessum bílgræjum hérna. Hvað eru bestu kaupin í græjum, þá í sambandi við verð og gæði, er að tala um þá keilur, spilara, hátalara og allann pakkann bara.
Það heyrist nú alveg nóg í M5 bílnum…. en græjurnar duga líka alveg til að blasta, mig vantar bara CD þannig að ég nenni ekki að hlusta á neitt.
Annars held ég að ég sé búin að finna fullkomna lausn.
Maður kaupir sér ipod frá Apple, hann tekur 20 GB af músík eða um 4-6 þúsund mp3 lög. Hann tengir þú svo við græjurnar, voila….. maður er með alla sína músík allastaðar og líka í bílnum. Verst með hvað hljóðgæðin eru léleg í mp3, en þetta er samt þokkalegt.
Ef MP3 lög eru með nógu hátt “quality” (128 eða yfir) ættir þú ekki að heyra neinn mun. MP3 tekur hinsvegar í burtu hjóð sem þú heyrir ekki en t.d hundurinn þinn gerir og að sjálfsögðu gerir það eithvað meira.
Það eru líka til góð bíltæki sem spila mp3 diska og þá getur þú bara brent allt safnið þitt á örfáa diska (ég er með allt mitt á 6 diskum allt í stafrófsröð:) ) og haft þá í lítilli CD möppu +í hanskahólfinu;)
Ætli þú verðir þá ekki að kaupa Nakamichi græjurnar að utan, virðist enginn vera að selja þetta hérna á klakanum. Hljómsýn á að vera með þetta en það er ekkert til hjá þeim og óvíst hvort það komi neitt meira. Sorglegt, því þetta eru með bestu bíltækjum sem hægt er að fá.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..