Það er margt gott við hann Einar kallinn, en líka margt slæmt. Efniviðurinn sem hann notar í smíðina er kannski ekki sá besti, hann heilsíður öll pústkerfi sem getur verið martröð að taka undan. Annað líka með heilsoðin púst, ef bíllinn bilar og þarf að færa pústið til að komast að verður bara að saga það allt í tætlur í staðin fyrir að skrúfa það sundur og svo aftur saman. Hann prófar bílana líka alltaf, það fór soldið í mig þegar hann tók í minn án þess að spyrja beint fyrir framan mig. Ég hafði ekki ráðrúm til að vara hann við bremsunum og þar af leiðandi heyrði ég skranshlóð úr fjaska EN sem betur fer gerðist ekkert … Hann er kannski líka soldið grófur til verka, hann braut olíu þrýstingsrofa í mínum þegar hann var að koma flækjunum fyrir. En pústið undir bílnum er hreynasta meistara verk ! Ég fyrirgef honum allt ofangreint fyrir pústið !