Ég þekki ekki hvernig er með skattinn í Kanada en þú átt að geta fengið afskriftir af tollverðinu um ákveðna prósentu á mánuði. Ég nenni ekki að fletta reglugerðinni upp til að finna prósentunga (minnir að hún sé 2% á mánuði), hún finnst örugglega á www.tollur.is
Ég veit ekki hver flutningurinn er frá Kanada en ég myndi skjóta á 150.000 kr. Ef þú kaupir bíl sem kostar 1.000.000 króna úti, 150.000 flutningur og 15.000 vátrygging þá reiknast gjöldin svona:
Tollverð CIF Reykjavík (stofn til álagningar gjalda) 1.000.000+150.000+15.000 = 1.165.000
Vörugjald 45%(ef ég man rétt, getur athugað á www.tollur.is) 1.165.000 x 45% = 524.250
Stofn til álagningar vsk: 1.165.000+524.250=1.689.250 VSK= 1.689.250 x 24,5% = 413.866
Svo eru smágjöld eins og spilliefna gjald sem eru að mig minnir einhverjir örfáir þúsundkallar.
Bíllinn kostar því: Innkaupsverð úti 1.000.000 Flutningur: 150.000 Vátrygging: 15.000 Vörugjald: 524.250 Vsk: 413.866 Spilliefnagjald: ? (held að það sé innan við 10.000) Samtals: 2.103.116
Það má yfirleitt gera ráð fyrir að verðið tvöfaldist miðað við verðið úti.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..