Ég átti Lancer Station 4WD keyrður 170 þús. Zinkið í kassanum fer kannski um 100 þús. og verður hann soldið laus i skiptingunni en það er alveg hægt að keyra hann áfram. Ég seldi vini mínum bílinn í fyrra og ekki heyrt múkk frá honum. Lancerinn er einn skemmtilegasti bíll á möl sem ég hef átt, hann svínliggur einfaldlega á möl. Vélin er 1600 og þokkalega spræk, eitthvað um 115 hestar. Ég sá 2 4WD Lancera í Bílasölu Matthíasar á Miklatorgi, soldið eknir en á verðir frá 250-350 þannig að ég mæli alveg með þeim. Kannski bílaleigubílar en þegar þú ert kominn í þennan verðflokk skiptir það ekki neinu máli.
DON<br><br>———————————–
clean desk is a sign of a sick mind