Það er svo erfitt að segja, fer svo mikið eftir árgerð, meðferðinni á ökutækinu og svo eru ökutæki misjöfn þótt á þeim sé sama nafnið.
Sumir hrinja fyrir 100 þúsundin enn aðrir endast og endast.
Enn svona að meðaltali þá geturu reiknað með að svona bíll sem hefur fengið þokkalega meðhöndlun ætti að duga 250-300 þús km, Og jafnvel meira ef viðhaldið er gott, enn viðhald kostar alltaf peninga í 200+ þús er komið slit í allskonar hluti í bílnum, jafnvel bara alla, allar legur, spyrnur, hjarir og allt.
Hvað ertu annars að pæla, Gætum kannski hjálpað þér frekar ef þú segðir okkur hvaða árgerð og hvaða vél og hvernig skipting og hvað mikið ekinn og svoleiðis.
Annars eru VW góðir bílar, eina sem hefur verið að hrjá littlu bílana og þá held Golfinn er að hann sprengir perurnar dálítið mikið að aftan, veit ekki afhverju. - Væri allt í lagi ef einhver veit afhverju að hann segði okkur það!