Sælir Hugafélagar!

Ég hef í gangi smá vangaveltu, þannig er mál með vexti að ég á Civic og fékk mér svona Led ljós á húddið þar sem rúðusprautararnir eru. Þetta keypti ég af Ebay og líkar vel.
Nú hef ég séð nokkra fleiri með álíka ljós og rennur það stoðum undir þann grun minn að þetta sé selt í búðum hérlendis þótt ég ætli ekki að fullyrða neitt.

En segjum sem svo að þetta sé selt útí búð(t.d ÁG) og löggan stoppar mig fyrir að vera með þetta. Hvað gerist þá?
Er búðin ábyrg eða fyrna þeir sig allri ábyrgð? Nú er ég að heyra að löggan sé að skipta sér af fólki í umferðinni með svona og vilji þetta úr bílnum samstundis eða þeir fari í hart.
Af hverju ætti svona að vera bannað? Af því að það dregur of mikla athygli að manni og gæti truflað aðra ökumenn?
Það verður hver að dæma fyrir sig en er þetta ekki alveg eins löglegt og daufir kastarar á bílum (t.d þessir traditional 3línu bmw kastarar)???
Ég hef séð marga með svoleiðis kastara í gangi í akstri og ekki eru þeir stöðvaðir. Annars væri ágætt að heyra hvort einhver viti í raun að þetta sé ólöglegt í littla lögregluríkinu okkar Íslandi. ;) Ég er að verða helvíti(excuse my french) nervous því ég má bara ekki við því að vera meira stöðvaður!

Kvakkurinn
______________________________