“M” er motorsport deild BMW og framleiðir aðeins þrjár gerðir bíla, M Coupé, M3 og M5. Það er reyndar til Z3 M með M3 vél en ég er ekki viss hvort það beri að flokka hann með “M” bílunum þó hann hafi vélina.
Síðan eru til einskonar sportpakkar á BMW bíla og eru þeir gjarnan notaðir með “M” merkinu.
Spurningin er því væntanlega á þá leið hvort menn eigi að setja M merkið á allt eða bara á “M” bílana (frá motorsport deildinni).
Svipað og með AMG hjá Benz. Á AMG merkið að vera á bílum sem eru með AMG útlitspakka en með somu vél og bílarnir í hefðbundnu framleiðslulínunni.
Ég er náttúrulega að geta mér til hér enda sendi ég ekki þessa könnun.
Hér er að lokum mynd af “M” bíl og er þetta M5.
<img src="
http://www.heimsnet.is/bm/bmw_hugi.jpg">