Fer eftir hvers konar bíll það er. En það kostar slatta. Þegar ég var að skoða að flytja inn hjól frá usa þá var það þannig að þeir henda X mikið af skatt ofan á kaupverð OG flutning. Þegar það er komið þá henda þeir meiri skatt ofan á þá tölu. Semsagt kaupverð/flutning/skatt + meiri skattur verður að heildarkostnaði.
Þannig að ef þú kaupir bíl á 100000kall.
Það kostar annann 100000 kall að flytja bílinn heim.
Þeir setja skatt á 200000(man ekki hvað mikið, segjum 25%)
Þá er kostanður orðinn 250000.
Svo setja þeir aftur skatt(man ekki hvað mikið, segjum 25% aftur)
Þá er heildartalann loksins orðin 312500
Svo er einhver kostnaður við að skrá og allt það.
Margir léku þann leik áður fyrr að falsa kaupnótu þannig að minni skattur var lagður á. En núna er það þannig að ef yfirvöldum finnst bíllinn grunsamlega ódýr þá fara þeir eftir listaverði sem bíllinn myndi kosta á Íslandi. Þá ertu kominn með mjög dýrann bíl í hendurnar.
Hvað ertu annars að spá í að kaupa.