Þetta er meira svona til gamans gert. En í mínum bíl er (eða mér finnst að ætti að vera):
Tjakkur, með stórum fót, óþolandi að skipta um dekk og tjakkurinn sekkur bara og sekkur.
Varadekk í fullri stærð takk, treysti ekki aumingja á miðjum Möðrudalsöræfum.
Vasaljós.
Ljóshundur sem tengist sígarettukveikjara.
(annað hvort getur bilað, og hundurinn er með meiri styrk)
Vegakort.
Bætur og Pumpa, efast um að margir séu með svona.
Sjúkrakassi, OG LÁNA HANN EF BEÐIÐ ER UM HANN ÞAR SLYS HAFA ÁTT SÉR STAÐ! Ótrúlegt þetta lið sem tímdi ekki að lána sjúkrakassa þarna um árið.
Startkaplar.
Gömul úlpa og vettlingar, fátt eins leiðinlegt að skipta um dekk í hraglanda og skafrenningi í sparifötunum.
Viftureim.
Minimal verkfæri. Skiptilykil, skrúfjárn (flatt/stjörnu) og töng.
Gaffer tape, þetta níðsterka. Getur haldið uppi púströri, gluggum og hurðum.
Tork/klósettpappír. Stundum sullast niður, eða manni verður brátt í brók á miðri heiði. ;)
Allt af þessu er algjör nauðsyn ef farið er austur fyrir Rauðavatn. :)
Pumpunni og fullorðnu varadekki má kannski sleppa innanbæjar.
Sjálfur er ég með þetta allt nema pumpu,bætur,tape,hund,verkfæri og viftureim :)
J.<br><br><a style=“text-decoration: none” href="http://jonr.beecee.org/“>°</a><a style=”text-decoration: none“ href=”mailto:jonr@vortex.is“>°</a> <a style=”text-decoration: none“ href=”http://slashdot.org“ alt=”/.“>°</a><a style=”text-decoration: none“ href=”http://www.kuro5hin.org/“ alt=”k5“>°</a><a style=”text-decoration: none“ href=”http://www.half-empty.org/“ alt=”.5e“>°</a><a style=”text-decoration: none“ href=”http://www.dpreview.com/">°</a