Ekki er langt liðið síðan tilkynnt var um afkomu félaganna á fyrri helmingi ársins og kom þá í ljós að hagnaður félaganna þriggja er um 2 milljarðar… á fyrri helmingi ársins!
Við neytendur getum ekki látið fara svona með okkur endalaust, er ekki kominn tími til að sýna hinni heilögu þrenningu í fulla heimanna?
Hvernig væri það ef svona 2-3 mættu með skilti sem á stæði:
“Ekki kaupa bensín hérna,
látum Olíufélögin ekki kúga okkur,
ESSO hækkaði fyrst verð í september,
næsta bensínstöð er XXXXXXX”
eða eitthvað í þá áttina á hverja bensínstöð ESSO. Þyrfti ekki nema svona 30 manns í þetta.
Svo þegar ESSO lætur undan er Skeljungur næstur og svo Olís.
Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að: