Sælt veri fólkið. Mig langar aðeins að monta mig :)
Áðan var ég nefnilega að keyra 2000 árgerð af Porsche 911 Carrera 4. Þessi bíll er silfurgrár, með eitthvað spoilerkitt, að vísu sjálfskiptur (sem skipti ekki miklu máli í svona stuttum akstri), og alveg hrikalega fallegur. Þessi bíll stóð uppi á Bílasölu Reykjavíkur fyrir stuttu. Allavega verð ég að segja að þetta er geggjaðasti bíll sem ég hef keyrt, bíllinn er 300 hö. og fjórhjóladrifinn og er held ég 5,2 sek í 100km/klst sjálfskiptur. Bíllinn liggur alveg eins og klessa og upptakið er alveg þokkalegt, allavega var ég kominn í 200km/klst áður en ég vissi af (tek það fram að þetta var á mjög góðum vegi þar sem var ekki bíl að sjá þannig að þetta var allt í góðu). Gaurinn sem á bílinn er búinn að setja hann í 270km/klst!!!
Jæja, nenni ekki að skrifa meira, langaði bara að deila þessu með ykkur, þetta var eitthvað sem maður gerir ekki oft á lífsleiðinni :)