Það er ekki til eitt svar, það er nefnilega spurning af hverju olían hverfur.
Það er ekki óeðlilegt að olía minnki eitthvað á bíl. Þegar stimplarnir gera það sem þeir eiga að gera þá geta þeir skilið eftir hárfína filmu (nánast ekki neitt) eftir á cylendrunum. Það var gömul regla að 1 líter á 1000 mílum væri ekki óeðlilegt, en það ætti að vera eitthvað minna á bílum í dag. Ef olían minnkar meira en það þá ert þú kannski í slæmum málum.
Ef það kemur blár reykur þegar þú setur í gang á morgnana þá eru fóðringar/pakkingar við ventlana orðnar harðar. Þá lekur olían niður í sprengirýmið þegar bíllinn er stopp og þessvegna kemur þessi fallegi blái reykur. Það lagaðist hjá mér þegar ég skipti yfir í Mobil 1, sem hefur væntanlega mýkt upp fóðringarnar svo þær fóru að þétta aftur.
Ef vélin ber olíuna utan á sig, þá þarf að rekja hvar það er og skipta um pakkningar.
Það versta er ef mótorinn er orðinn óþéttur, eða hringir fastir. Þá mætti prófa að setja sjálfskiptivökva (ekki mikið) inn á hverja bullu og láta standa yfir nótt. Setja svo í gang. Það væri svo sterkur leikur að skipta um olíu í framhaldinu.
Sumir hafa farið þá leið að skipta yfir í þykkri olíu (15-40 í stað 10-40), það má kannski reyna það. Ef framleiðandi vill hinsvegar 10-40 þá má vera að olían nái ekki á alla þá staði sem hún þyrfti að komast á.
Einnig kæmi það mér ekki á óvart að ef PCV ventillinn væri stíflaður myndi það valda auknum þrýstingi inná vélinni sem gæti valdið olíueyðslu (kannski langsótt, gæti samt átt við).
Svo má vera að það sé ekkert hægt að gera nema að rífa relluna í sundur, láta bora hana, skipta um stimpla og hrúfa öllu saman upp á nýtt (gæti þá verið ódýrara að kaupa aðra vél).
Svo má vera að ef eyðslan er innan skynsamlegra marka þá sætti maður sig við hana, sérstaklega ef um einhvern lakari bíl er að ræða.
JHG