Ég verð nú aðeins að taka upp hanskann fyrir olíufélögin, bensínsverð hér heima hefur ekki hækkað meira en annarsstaðar í evrópu, nýverið var birtur listi í Mogganum held ég þar sem kom fram að bensínverð hér heima væri síst hærra en í nágrannalöndum okkar.
Bensínverðið er ekki málið. Það má líka benda á það að þetta var að mestu gengishagnaður hjá olíufélögunum sem segir eiginlega að þessi rekstur er ekki alveg nógu góður hjá þeim.
Auðvitað er fúlt að þurfa að blæða sífellt meira í bensín, en þetta er ekki óeðlilegt. Það er heldur ekki óeðlilegt að öll félögin hækki í einu þar sem þau flytja bensínið saman inn til landsins.
Síðan er óvíst hvort Orkan eða ÓB hækka.
Eitt annað.
Mér finnst miklu merkilegra að sjá hve mikið mjólkurvörur og brauð hefur hækkað!
Ég man nefnilega vel eftir því þegar ég var að vinna á bensínstöð 1989 að þá kostaði líter af bensíni tvisvar sinnum meira en líter af mjólk. Núna kostar líter af mjólk næstum jafn mikið og bensínlíterinn.
Svo röltir maður sér út í bakarí og kaupir rúnstykki (gerði það í morgun og blöskraði) á 120 kall! Ekki nóg með það heldur er það ekki selt eftir vigt, heldur stykkjum og það er alltaf að minnka. Hvað ætli hráefnið kosti í rúnstykki? Og afhverju þarf brauð hjá Jóa Fel að kosta 330 krónur??? Þrjú brauð ÞÚSUND KALL!
Þetta er bilun.
Ég er nefnilega á því að maður velji sér bara bíla eftir því hvað maður er til í að kosta miklu til reksturs þeirra. En að nauðsynjavörur séu á svona RIP OFF verði, það vil ég ekki sætta mig við.
Ég ætla því að gerast bakari!
Síðan eru menn að kvarta yfir verðinu á bjórnum hérna heima, vitið þið hvað hálfur líter af COKE kostar????
Coke í plasti kostar 140-150 krónur. 1/2 af bjór kostar frá 180 krónum…… Bjór er ekki svo dýr, en KÓK er geðveikislega dýrt!
Kjúklingur hefur hækkað um 40% frá því fyrir ári síðan.
Þetta er bilun…. verðhækkanir á bensíni eiga sér eðlilegar skýringar. En auðvitað er bensín dýrt. Bíllinn er stærsti útgjaldaliður fjölskyldunnar í dag. Þessvegna þarf maður að selja bílinn til að geta keypt sér stærri íbúð, fáránlegt en staðreynd.