Sportútgáfa af Smart-bílnum
Þýsk-bandaríski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler kynnti í dag Smart Roadster, nýja útgáfu af Smart-smábílnum sem notuð hefur nokkurra vinsælda síðustu ár í borgarsamfélögum í Evrópu. Um er að ræða sportlegan tveggja manna bíl, 3,22 metra langan og 1,6 metra breiðan sem nær allt að 180 km hraða og kostar aðeins um 1,3 milljónir íslenskra króna. Á myndinni sést Jürgen Hubbert, sem situr í stjórn DaimlerChrysler, sýna blaðamönnum nýja sportbílinn í Berlín í dag