ummm, sorry, en þetta box virðist vera eitthvað vanhugsað
fyrst og fremst þá hef ég heyrt að gott BandPass box væri eiginlega als ekki hægt að smíða sjálfur heima þar sem þessi box krefjast 100% nákvæmni og víðamikla þekkingu í hljóðbýljgufræðum. þú veist greinilega ekki mikið um þetta(allavega ekki nógu mikið) - loftgötin á boxinu sem eru nú oftast kölluð port eiga ekki bara að vera einhverjar holur í boxinu sem hleypa út lofti heldur eiga þetta að vera loftgöng sem eyða óæskilegum hljóðbylgjum og boosta aðeins hljóminn. Lengd og þvermál gangana reyknast út frá eiginleikum keilnana, stærð boxins og þess tíðnissviðs sem þú vilt láta göngin afmarka(t.d. er 30Hz oft notað í bandpass). Hjá þér virðast þetta bara vera tvær holur og ekkert annað. Ég veit ekki hvernig boxið hljómar en ég á svo sannarlega ekki von á 130dB, það gæti svosem hljómað ágætlega ef innri klefi boxins er nógu þéttur og með rétt rúmmál en ég mundi ekki eiga von á bandpass hljómi og boosti, boxið hljómar örugglega svipað og venjulegt lokað box.
þetta er samt flott box hjá þér og ágæt tilraun en ég mundi mæla með því að ef einhverjir er að spá í að smíða bassabox sjálfir þá ættuð þið að halda ykkur eins langt frá bandpass og mögulegt er og halda sér bara við lokað eða portað box :)
ps
hvernig væri að setja inn mynd af boxinu í myrkri með ljósin kveikt?