Sælir.
Ég var að rúnta ofan af höfða áðan og sá þá svona svartan, leit mjög vel út og er þetta einn af þeim bílum sem ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir. Á mínum rúnt árum 1988-89 þóttu þessir bílar eitt það flottasta á götunum og nær ósigrandi í spyrnu.
Því miður liggur vefurinn niðri útaf þessun CANTAT vandræðum þannig að ég get ekki hent inn grein, en ef það lagast í kvöld þá er það greinilega málið!
PS, man einhver eftir einhverri bíómynd sem átti að gerast í einhverju njósnafári í KGB rússlandi þar sem bandaríska sendiráðið notaðist við breytta 405 MI 16 bíla með mattri svarti málningu, voða COOL!