Svarið við þessari spurningu væri meira efni í grein eða FAQ :)
Varðandi hljóðeinangrandi efni þá geturu keypt eitthvað tjörusull í Húsasmiðjunni. Það á að vera nánast sama dótið og þetta Dynamat (þó ég ábyrgist það ekki), nema bara þúsund sinnum ódýrara og ekki eins vel útlítandi. Það er ekki svo dýrt en það gæti verið smá vesen að ná því af aftur ef þú hættir við ;) Þetta kemur á rúllum í ýmsum stærðum og er td. notað til að losna við dolluhljóð í baðkörum, einangra húsþök ofl.
Þetta dót er samt frekar þungt, eins og dynamat reyndar líka. Þú þarft ekki að þekja boddíið með þessu, heldur bara setja smábúta hér og þar. Ég mæli með því að þú finnir myndir af þessu á netinu og sjáir hvernig þeir fara að.
Annars í þessu Pro dæmi eru svo ég viti 2 merki í gangi. Dynamat og eitthvað annað sem ég man ekki hvað heitir. Hitt merkið er ekki eins þungt og Dynamat og líka ódýrara, amsk. síðast þegar ég vissi. Þú getur fengið upplýsingar um þetta hjá Aukaraf.
Athugaðu <a href="
http://www.morningz.com/mz/images/system_/system_dynamat_and_wiring.jpg“>þessa</a> mynd. Á <a href=”
http://www.morningz.com">Morningz.com</a> eru líka fleiri myndir og upplýsingar um græjur.