Er þetta kannski bílinn?
<img src="
http://www.4agze.com/gallery/ae92/005.jpg">
Toyota Corolla FX-16 (87-89).
Ef að þetta var FX-16 þá erum við að tala um einn mesta sleeper sem að Toyota hefur gefið frá sér. Þessi bíll var svar Toyota við hinum vinsæla VW GTi en var því miður aðeins framleiddur í tvö ár vegna þess að hann seldist ekki nógu vel og fáir vissu af honum en þeir sem að hafa átt þessa bíla hafa ekkert nema góða hluti að segja um hann.
Vélin í bílnum, 4A-GE 1600 DOHC, var upprunalega gerð fyrir MR2 og gefur hún 108hp við 6,600 RPM og bílinn er með redline í 7,500 RPM. Þar sem að bíllinn er aðeins um eitt tonn þá er hann aðeins 8,7 sek í hundraðið og 16,8 sek með kvartmíluna. Bíllinn fékk einnig margar fjöðrunar endurbætur eins og: Stiffend shocks, thicker anti roll bars, strut tower brace og suspension bracing. Einnig var drum bremsunum skipt út fyrir diska, 5 gíra short shift kassi og sport sætum bætt við.
Synd að þessi bíll hafi ekki orðið vinsælli og ég er viss um að hann myndi taka gamla VW GTi bílinn í spyrnu en mér datt ekki í hug að það væri til einhver hérna á Íslandi. Var hann vel með farinn?
Fenix