Harður toppur er lang oftast aukabúnaður sem er hægt að setja á bílinn meðan blæjan er niðri.
Annars eru íslendingar algerlega úti á túni með blæjubíla. Ég skil t.d. ekki hvað á að gera við harðtopp því hann myndi bara þurfa geymslupláss ca. 9 mánuði á ári og gera mér ókleyft að grípa þær klukkustundir sem eru blæjuvænar hina þrjá mánuðina. Blæjubíll er til að keyra topplaust. Blæjan er til að verja mann fyrir slæmu veðri. Samsagt, ef hitinn er yfir ca. 3-5°c, ekki rok og helst ekki rignin, a.m.k. ekki mikil, þá er engin afsökun fyrir því að vera uppi með blæjuna. Það er ekkert hallærislegra en blæjubíll með blæjuna uppi í þokkalegu veðri.
Svo er annað. Hve kaldur er meðalbíll þegar þú kemur út í hann á köldum vetrarmorgni? Kannski er jafn kalt inni í honum og umhverfishitinn er, ekki satt? Getur þá verið kaldara inni í blæjubíl? Hve margir nýir blæjubílar koma án miðstöðvar?
Hvað varðar þjófnað, þá á það ekki að vera vandamál. Þú þarft að hafa áhyggjur af skemmdarverkum en það getur komið fyrir bíla með þaki líka. Almennilegur blæjubíll (með undantekningum fyrir sérstaklega hráa bíla) er með fullt af hirslum og a.m.k. hanskahólfi sem er læsanlegt. MX-5 sem ég átti hafði læsanlegt hanskahólf og miðjustokk. Það þurfti semsagt aðeins meira en að teygja sig inn í bílinn, það sást ekki að neitt væri geymt í honum.
Þegar ég fæ mér blæjubíl aftur og verð spurður í þúsundasta skipti “er ekki kalt í þessu?” er ég ekki alveg viss um hvað ég geri við viðkomandi. En það verður ekki fallegt.<br><br>“My own opinion is that belief is the death of intelligence. As soon as one believes a doctrine of any sort, or assumes certitude, one stops thinking about that aspect of existence.” - Robert Anton Wilson, Cosmic Trigger, Volume I: Final Secret of the Illuminati
Viltu lesa meira af <a href="
http://thisgeeksworld.blogspot.com“target=”blank">nöldrinu</a> mínu?