Ég tók þátt í þessari könnun með BMW vs. Porche, og kaus Porche.
Mér finnst könnunin samt ekki alveg sanngjörn þar sem að við erum að bera saman nokkuð ólíka bíla í huga flestra.
Þegar ég hugsa um BMW þá hugsa ég um fjögurra dyra fólksbíl en Porche sem tveggja dyra sportbíl. Því var ég í raun að bera saman epli og appelsínur (og fékk út vínber ;).
Ef könnunin hefði verið á milli t.d. BMW Roadster eða Porche Boxter (raunhæfari samanburður) þá hefði ég að öllum líkindum valið BMW-inn.
JHG