Ég er að byrja að hreinsa upp ryðblettina á bílnum mínum og ætla að skoða undirvagninn líka og laga það sem þar þarfnast viðgerðar og láta svo ryðverja hann upp á nýtt.

Spurningin er því þessi hvernig fer maður að því að hreinsa tektílinn undan bílnum? Ég ætla ekki að taka allan undirvagninn í einu heldur bara smá svæði t.d. hverja hjólaskál fyrir sig. Ég prófaði um daginn að taka smá blett og notaði sköfu og terpentínu til að hreinsa hann, en það gekk mjög hægt auk þess sem það er mikil hætta á að maður rispi lakkið með sköfunni. Ég yrði líka orðinn alveg útúr skakkur ef ég ætlaði að taka heila hjólaskál með terpentínu. ;-}

Kunnið þið einhverja betri aðferð eða á ég að kaupa mér gasgrímu og 50 lítra brúsa af terpentínu?

Tyrone