Til að reyna að fá ný áhugamál sett hérna upp má reyna að setja inn póst inná áhugamálakorkinn á forsíðunni. Mér skilst reyndar að það gangi svo upp og niður að fá þær óskir í gegn.
Reyndar hef ég undanfarið verið að spá í hvort það væri ekki sniðugt að setja upp nýjan kork hérna á Bílaáhugamálinu í staðinn fyrir aksturshermakorkinn. Umræður á honum eru orðnar frekar daufar og flestar komnar yfir til jonkorn og félaga á leikjatölvuáhugamálinu.
Mér hefur td dottið í hug korkur fyrir mótorsport almennt. Það væri pláss fyrir umræður um allt vélknúið sport og þar með vélsleða.
Hvernig líst mönnum á það?