Sæl öll, mig langar að benda ykkur á þá leiðinda staðreynd að íslensku mótorsporti eru gerð alltof lítil skil í fréttum. Það er hægt að blaðra endalaust um fótbolta, og þá er ég ekki að tala um einhver stórmót sem sjálfsagt er að segja frá, heldur ómerkilega leiki einhverstaðar í Noregi sem er sagt frá bara af því að einhver Íslendingur situr á varamannabekknum! En svo er ekki minnst einu orði á það sem er að gerast í íslensku mótorsporti.
Nú í sumar hef ég fylgst nokkuð vel með kvartmílunni og hafa hvorki fleiri né færri en 14 íslandsmet verið sett það sem af er tímabilinu (http://www.dragracing.is/kk_met.htm) og varla að maður heyri minnst á þetta nokkurstaðar.
Ég verð að vísu að taka það fram að ég er hvorki áskrifandi að Stöð 2 né Sýn og það má vel vera að þessu séu gerð einhver skil þar. En mér finnst að RUV beri skylda til þess að minnast eitthvað á að það sé nú á annað borð keppt í þessum íþróttum hér á landi, þó það væri nú ekki nema að greina frá úrslitunum. Hvenær var t.d. síðast sagt frá Moto Cross í sjónvarpinu?
Þið verðið að afsaka pirringinn í mér, en ég þoli ekki fótbolta og það er bara óþolandi að það séu margir klukkutímar af honum í sjónvarpinu í hverri viku, en ekki svo mikið sem ein skitin mínúta af innlendu mótorsporti.