Hugtakið Rice er aðallega yfir bíla frá asíu sbr. orðið Rice, eða hrísgrjón á íslensku. Og hvar eru hrísgrjón ræktuð, jújú í Asíu. Annars veit ég ekki hvort að hrísgrjón séu ræktuð í Japan eða Kóreu. Allaveganna þá er verið að tala um að láta bílinn líta út fyrir að vera hraðskreiðari en hann er í raun og veru.
Gott dæmi um það er einn ónefndur bíll á Akureyri sem er með rosa bodykit, fm957 límmiða á númeraplötunni, 1600 vél og 4 pústurrör. nuff said.
Það sem mér finnst flokkast undir rice eru bílar með “Identity Crisis” þá er ég að tala um bíla eins og BMW 318 eða aðra BMW með litlum vélum sem eigandinn hefur tekið M3/M5 merkið og splæsað á bílinn. Einnig ef menn setja fölsuð merki tjúninga fyrirtækja eins og Brabus og Dinan.
Oft eiga riceboys það til að setja límmiða á bílana sína, þá er ég að tala um “Powered by Toyota” eða eitthvað álíka fáránlegt.
Ég hef ekkert á móti því ef menn setja límmiða með nöfnum fyrirtækjanna sem framleiða modin sem menn hafa sett í bílana sína svo lengi sem það er ekki alltof áberandi, það á líka við græjurnar.
Bodykit geta einnig flokkast undir rice ef þau eru of ýkt og svo framvegis.
en eins og ég segi þá eru þetta bara mín álit… <br><br>————————————————————
MrWhite aka. Oculus
You will not hear the noise of my Sig Sauer SG 3000 but you will feel the pain of my 7.62 x 51mm NATO round piercing your skull