Þetta er ekki beint um hvernig Wankelvélin vinnur en þetta er úr skólabók sem ég á, smá um sögu Wankelvélarinnar. Tekið úr “Undirstöðuatriði vélfræði - VFR 1024”
—————————————————————
Wankelhreyfillinn var fyrst framleiddur í Union-verksmiðjunum í Þýskalandi upp úr 1950 í samráði við þýska verkfræðinginn Felix Wankel.
Miklar vonir voru bundnar við þessa vél, sem notaði snúningsstimpil (svokallaðan snúð) í stað hins hefðbundna simpils sem gengur upp og niður. Með snúðnum var komið í veg fyrir að stöðva þyrfti hreyfingu stimpilsins tvisvar á hverjum snúningi sveifaráss í efri og neðri dástöðu, eins og gerist í venjulegum vélum. Því er Wankelvélin mjög þýðgeng.
Stærð brunarýmisins er annað atriði sem gerði Wankelvélina að verulegu leyti frábrugðna öðrum vélum. Þar sem bruni var þrisvar sinnum á hverjum snúningi snúðs/sveifaráss Wankelvélar, sex sinnum oftar en gerist í fjórgengisstimpilvél, mátti komast af með mun minna brunahólf. Í samræmi við það urðu öll stærðarhlutföll Wankelvélarinnar einnig önnur og minni.
Fyrsti bíllinn með Wankelvél var NSU-sportbíll með einn snúð sem hafði 500cm3 brunarými og afkastaði 37kW við 6000sn/mín. Hann var framleiddur af áðurnefndu verksmiðjum. Þess má einnig geta að sömu verksmiðjur voru einnig fyrstar með framhjóladrif, en það var upp úr 1930.
—————————————————————-
Hérna fyrir neðan er það sem er lýst með myndum í bókinni:
Wankellinn er ekki með venjulegan sveifarás heldur svokallaðan hjámiðjuás. Semsagt snúðurinn snýst um hann. Hægt er að skipta brunahólfinu upp í 3 hluta.
A= Þarna er “hólfið” í sem minnstu rúmmáli, snúðurinn fer yfir innsogsopið, en þegar þetta “hólf” eykst þá sogast eldsneytisblandan inn og byrjar eiginlega strax að þjappast, þ.e rúmmál “hólfsins” minnkar aftur
B= Blandan flyst yfir í “hólf” B þar sem hún heldur áfram að þjappast. Þegar eldsneytisloftblandan hefur náð minnstu rúmmáli þá kviknar í henni útfrá kerti. Rýmd “hólfsins” eykst aftur.
C= Eftir að kertið hefur kveikt í eldsneytisblöndunni þá þrýstir brunaþrýstingurinn hjámiðjuásnum, s.s hann heldur áfram að snúast. Rýmið eykst aftur og snúðurinn fer að útblásturopi. Þegar rýmið minnkar aftur þá þrýstist útblástursgasið út.
Eftir C þá hefst A aftur og svo framvegis.
—————————————————————-
Og hér er svo smá eftir mínu minni og lýsing eftir myndum í bókinni.
Til þess að fatta hvernig vélin lítur út þá er aðalhólfið sjálft í laginu eins og Kindereggin, þ.e gula sem er inní egginu, eflaust einhverjir sem vita hvernig það lítur út :). Eins og kúla sem hefur verið teygt á, s.s bognar brúnir uppi og niðri og sléttir fletir til hliðar. Vonandi skiljiði mig :) Hjámiðjuásinn er fastur í miðju hólfsins og snýst snúðurinn utan um hann. Snúðurinn er ekki fastur á ásnum heldur er lítið tannhjól á ásnum sem snýst innan um stórt tannhjól innan í snúðnum. Ef þetta væri ekki svona þá mundi opnast milli hólfa eða þá hreinlega snúðurinn mundi festast. Snúðurinn er eins og áður sagði þríhyrningslaga með bognar hliðar. Ef við horfum á vélina þannig að snúðurinn snýst anti-clockwise þá er sogopið hægra megin að ofanverðu, kertið er vinstra megin aðeins fyrir ofan miðju, útblástursop er hægra megin aðeins neðar en sogopið.
Vonandi hjálpar þetta eitthvað snifff :)
Þetta er undirskrift