Mikið hefur nú verið rætt hérna um gamla karla með hatta og aksturlag þeirra. Almennt álitnir frekar miklu hornauga, svona vægast sagt, og akstur þeirra ekki upp á marga fiska.

Þess vegna verð ég að segja hverju ég lenti í áðan!

Var á Sæbrautinni að rúlla á svona 90-100 km/klst á hægri akrein, á undan mér var bíll á vinstri akrein svona 15-20 metrum fyrir framan mig. Tek ég þá eftir bíl sem kemur á siglingunni aftan að mér og er þetta þá ekki gamall kall með hatt og alles á sínum Chrysler. Hann er ekkert að draga úr ferðinni heldur smellir sér yfir á vinstri akreinina (með stefnuljósi og tilheyrandi) framúr mér, stefnuljós til hægri og smeygir sér svona líka snyrtilega á milli míns og bílsins á undan, krúsar síðan bara áfram í sólskininu - sáttur við sig og lífið, svalur með hatt!

Niðurstaða: There is hope! ;)



<br><br>| Stjórnun er sú list að framkvæma hluti í gegnum störf annarra |