Ég var búin að heyra af þessu.
Ekki nóg með það heldur veit ég hver þetta er sem á þennan bíl og ég veit að hann er allavega ekki að ljúga þessu.
En eins og ég hef áður sagt þá var Alfan mín með bestu bílum sem ég hef átt. En bróðir minn á Fiat með verksmiðjugöllum og hanns samskipti við umboðið eru nákvæmlega eins. Það þýðir ekkert að tala við þá og þeir segja að á bílunum sé bara eins árs ábyrgð (sem mér persónulega finnst fáránlegt). Ég held meira að segja að lögbundin lágmarksábyrgð í dag sé tvö ár.
Ég held að það þurfi að losa umboðið úr höndum þessara manna sem fyrst og koma því í hendurnar á alvöru mönnum. Það er ekki að ástæðulausu sem Fiat og Alfa selst vel í Evrópu, þó þeir bili kannski nokkuð. Það má t.d. ekki gleyma í því sambandi að Passat og Golf bila líka mjög mikið.
Síðan er ótrúlegt að umboðið (Páll) skuli taka þann pól í hæðina að bæta manninum ekki skaðann og láta frekar grafa undan umboðinu með þessum ásökunum sem landsþjóð veit nú af.
Lagalega séð er hann sennilega með sitt á hreinu, en það breytir því ekki að eigandi keypti köttinn í sekknum og hefur allan rétt á að vara fólk við því að lenda í því sama. Það er líka ótrúlegt hvað það er dýrt að gera við hann. Það er kannski það eina sem er skrítið á þessari síðu að það kemur ekki fram hvað er að bílnum og hvað þarf að laga, bara að hann “dó”.