Til að áætla það þá þarf að vita þjöppu, ventlastærð, CC stærð hedda, hvaða hedd, flatt top stimplar eða með skál, knastás, undirliftur (rúlla eða venjulegar), millihedd, blöndungur/innspíting (TPI/TBI/LT1) og margt fleira. Ef þú ert með allar þessar upplýsingar þá getur þú örugglega farið á erlendar spjall síður og fengið einhvern með desktop dyno til að reikna þetta út fyrir þig. Annars þá væri þjappa, knastás, millihedd og stærð blöndungs góð byrjun :)
Ef hún er alveg orginall (þær eru það fæstar) þá getur þú slegið númerinu á vélinni upp í www.mortec.com og fengið einhverja hugmynd um þetta.
Þær geta skilað allt frá 145 hp upp í þúsundir. Þetta er einhver algengasta vél í heimi sem flestar útfærslur eru á.
Þetta eru góðar vélar (ég á þrjár :) og þú getur byggt þær alveg eftir eigin höfði.
Ég held svo að þú fáir betri svör á www.kvartmila.is um allt sem tengist amerískum bílum (fleiri geðsjúklingar þar ;).
JHG