Þetta er náttúrulega afstætt. 8 lítra 12 cyl vél “ætti” undir eðlilegum kringumstæðum að vera aflmeiri, þ.e. gefa fleiri hestöfl en 8 lítra 4 cyl vél. Að sama skapi gæti ég trúað að 2ja lítra 4 cyl vél væri aflmeiri en sama stærð í 12 götum. Ég gæti trúað að það þyrfti einhvern gullinn meðalveg, þá áég viðað einhver ákveðin stærð á hvert gat gefi hámarksafl miðað við núning, þyngd og þ.h. Ég mundi skjóta á ca 0,3 til 0,8 l. per gat.
Svo eru vélar með fleiri götum yfirleitt þýðgengari og mýkri en vélar með fáum götum. 12 cyl vélar mala oft eins og kettir og fynnst varla að þær séu í gangi, sb. Jaguar 12 cyl vélar. Svo fer þetta náttúrulega eftir mörgu, ss. ballaniseringu, þyngd á vél, stimplum, stöngum og sveifarás, öndun, eldsneytiskerfi o.s.frv.
Kannski einhver bifvélavirki, vélfræðingur, já eða Gulag gæti sagt okkur allt um þetta :)
BOSS<br><br>“Ég eyddi miklu af peningunum mínum í brennivín, gellur og hraðskreiða bíla.
Afgangnum eyddi ég í vitleysu.”
- George Best
There are only 10 types of people in the world: