Ef mig minnir rétt þá var þetta leyft í einhverjum ríkjum í USA á kreppurárunum til að spara bensín. Eftir að þetta var leyft jukust umferðaróhöpp umtalsvert og var þetta afnumið á nokkrum stöðum í USA en þó ekki öllum.
Mér fyndist þetta ekki vera til bóta í umferðinni í RVK og nágreni þó svo að þetta flýtti eitthvað fyrir umferð á einhverjum stöðum þá myndi sá sparnaður fljótt tapast ef það yrðu einhver aukning á umferðaslysum. Ég er ekki að segja að þetta myndi valda því að menn gerðu ekkert annað en að aka á hvern annan heldur að sumstaðar bjóða þessu blessuðu götur í borginni ekki uppá þetta. Þar sem þetta er möguleiki myndu mann freistast til að taka sénsa og beygja fyrir umferðina. Ég tala nú ekki um þegar að það er stór bíll sem er að fara að beygja til vinstri og fyrstur á gatna mótunum þá loar hann á allt útsýni á bíla sem eru að aka yfir á grænu og þá eru ennþá meiri líkur á að menn valdi óhappi.
Auðvitað eiga menn ekki að aka út á götum þar sem þeir sjá ekki aðvífandi bíla, en það eru bara ekki allir sem eru að pæla alltof mikið í því og svoleiðis menn eiga ekki að vera í umferðinni.
En það er allt annað mál.
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.